top of page

Á Regnbogakjarna eru börn af öllum kjörnum leikskólans. 

Á kjarnanum er umfram allt lögð áhersla á að styðja og mæta hverju barni þar sem það er statt með hlýju og hvetjandi umhverfi. Í gegnum leik og fjölbreyttar aðstæður er unnið markvisst að því að efla félagsfærni, sjálfsvitund og sjálfstraust barnanna sem og að efla styrkleika og færni þeirra á þeirra forsendum.

Markmið sérkennsluteymis er að öll börn fái tækifæri til að þroska og njóta sín í uppbyggilegu umhverfi aðlagað að hverjum og einum. Unnið er samkvæmt TEACCH hugmyndafræði um skipulagða kennslu og stuðst við fjölbreyttar tjáskiptaleiðir.

bottom of page